Hótelið

Hótel Selfoss býður uppá vönduð og vel útbúin herbergi með gervihnattasjónvarpi, háhraða tölvutengingu, síma, smábar, hárþurrku og öryggishólfi, auk þess sem boðið er uppá almenna herbergisþjónustu fyrir gesti Hótel Selfoss.
Þar eru einnig notalegur veitingastaður sem og einstök og þægileg heilsulind.

Á laugardögum í nóvember og desember verður stórglæsilegt jólahlaðborð í boði hérna á hótelinu, þar verður í boði góður matur, góð tónlist og boðið verður upp á einstaka jólastemningu. Einn ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar Þórhallur Sigurðsson eða Laddi eins og hann er betur þekktur mun skemmta eins og honum einum er lagið. Smellið á fyrirsögnina til að sjá nánari upplýsingar. Hægt er að bóka í síma 4802500 eða senda póst á info@hotelselfoss.is
Á Gullbarnum er notaleg barstemmning þar sem gestir geta t.d. komið við í fordrykk, fengið sér létta máltíð og horft á merka viðburði á sviði íþrótta eða tónlistar á risaskjá staðarins.
Verið velkomin á glæsilegan veitingastað á Hótel Selfossi, njótið þess að snæða ljúffengan mat að hætti matreiðslumeistara okkar í notalegu umhverfi með útsýni yfir Ölfusá og Ingólfsfjall.
Riverside Spa heilsulind er í hlýju og glæsilegu umhverfi þar sem samspil íslenskrar náttúru er í hávegum haft með vatni, eldi og ís. Auk þess er að finna fyrsta flokks snyrti- og nuddstofu.