Hótelið

Hótel Selfoss býður uppá glæsileg herbergi. Hægt er að velja um Standard, standard superior, delux og svítu. Herbergin eru með gervihnattasjónvarpi, háhraða tölvutengingu, síma, smábar, hárþurrku og öryggishólfi.

Jólahlaðborð með Ladda á Hótel Selfoss. Glæsilegar veitingar galdraðar fram af veitingamönnum hótelsins. Laddi mun sjá til þess að allir skemmti sér konunglega. Að loknu jólahlaðborði á laugardögum mun hljómsveitin Pass leika undir dansi. Verð fyrir jólahlaðborðið er 8.400 á mann.
Sumarið er að sýna sína réttu hlið á Selfossi þessa daganna sól skín í heiði og frábært veður. Við á Hótel Selfoss erum með sól í hjarta og bjóðum alla velkomna til okkar. Í maí bjóðum við upp á frábær tilboð fyrir golfara, um að gera að kíkja á það. Verið velkomin, starfsfólk Hótel Selfoss
Verið velkomin á glæsilegan veitingastað á Hótel Selfossi, njótið þess að snæða ljúffengan mat að hætti matreiðslumeistara okkar í notalegu umhverfi með útsýni yfir Ölfusá og Ingólfsfjall.
Riverside Spa heilsulind er í hlýju og glæsilegu umhverfi þar sem samspil íslenskrar náttúru er í hávegum haft með vatni, eldi og ís. Auk þess er að finna fyrsta flokks snyrti- og nuddstofu.