Gjafabréf og tilboð

 • Golf eða spa

  Gisting í eina eða tvær nætur
  Golf eða spa • Nætur-smellur

  Gisting í eina nótt
  Þríréttaður kvöldverður
  Morgunverður af hlaðborði
  Gjafabréfið gildir fyrir tvo

 • Spa-smellur

  Gisting í eina nótt
  Þríréttaður kvöldverður
  Morgunverður af hlaðborði
  Aðgangur í Riverside Spa

Vorið er sannarlega á næsta leiti með björtum morgnum og sól í hjarta. Við á Hótel Selfoss finnum vel fyrir þeim eldmóði sem vorinu fylgir. Nú í mars og apríl bjóðum við upp á suðræn áhrif og höfum því sett saman glæsilegan Tapas matseðil sem við bjóðum öll kvöld í mars og apríl. Hér eru nokkur dæmi um rétti á Tapas seðlinum okkar.
Humarrúlla á fennel spínatbeði með Aioli
Keila vafin inn í serrano skinku borin fram með "polenta", geitaostafylltum döðlum og ostasósu
Nautalund "filet mignon" með haricot verte, rótargrænmeti og sýrðu fáfnisgrassmjöri
Sykurkarfa með ferskum ávöxtum, kókoshjúpuðum vanilluís og súkkulaðisósu Verið velkomin, starfsfólk Hótel Selfoss
Verið velkomin á glæsilegan veitingastað á Hótel Selfossi, njótið þess að snæða ljúffengan mat að hætti matreiðslumeistara okkar í notalegu umhverfi með útsýni yfir Ölfusá og Ingólfsfjall.
Riverside Spa heilsulind er í hlýju og glæsilegu umhverfi þar sem samspil íslenskrar náttúru er í hávegum haft með vatni, eldi og ís. Auk þess er að finna fyrsta flokks snyrti- og nuddstofu.